HM endurspeglað á Sumarhátíð

Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu var endurspegluð í knattspyrnukeppni Sumarhátíðar UÍA og Síldarvinnslunnar 2010 en liðin fjögur, sem mættu til keppni í sjötta flokki, báru nöfn þeirra fjögurra þjóða sem komust í undanúrslit HM í Suður-Afríku.

Áhorfendur fengu því forsmekkinn af úrslitaleik Spánverja og Hollendinga með fjölda fallegra marka og tilþrifa. Óskandi er að úrslitaleikurinn á morgun verði jafn tilþrifaríkur. Í ár var fyrsta skipti boðið upp á skrá einstaklinga sem raðað er í lið á staðnum, líkt og á unglingalandsmótum. Að auki var keppt í 7. og 8. flokki. Þangað mættu lið frá Huginn, Neista, Þrótti, Fjarðabyggð og Leikni.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok