190 karlar, ein kona

Thelma Björk Snorradóttir varð á mánudagskvöld fyrsta konan til að spila í Launaflsbikarnum sumarið 2010. Thelma klæddist þá búningi Spyrnis í leik gegn BN'96 á Norðfjarðarvelli.


Héraðsmennirnir í Spyrni mættu fjórtán til leiks. Þeirra á meðal var Thelma en kærasti hennar, Viðar Örn Hafsteinsson, stóð í marki Spyrnis. Heimamenn unnu leikinn 1-0 með marki Guðmundar Daða Guðlaugssonar tæpum tíu mínútum fyrir leikslok.

Á sama tíma gerðu 06. Apríl og Þristur 2-2 jafntefli á Fellavelli. Leikurinn átti að vera á Seyðisfjarðarvelli en var fluttur vegna bleytu. Varamaðurinn Sveinbjörn Jónasson skoraði bæði mörk 06. apríl en Ingimar Jóhansson skoraði bæði mörk Þristar.

Leik Hrafnkels Freysgoða og UMFB var frestað.

Samkvæmt bókhaldi UÍA hefur 191 leikmaður verið skráður til leiks í keppninni í ár, 190 karl og 1 kona.

Spyrnir er enn í efstur í keppninni, með 7 stig eftir fjóra leiki en Hrafnkell og BN hafa sex stig eftir þrjá leiki.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ