Torfærukeppni um helgina

Akstursíþróttafélagið START, annað tveggja slíkra innan UÍA, heldur torfærukeppni í Mýnesgrús á laugardag. Torfærukappar hafa nokkur kvöld nýtt sér fundaraðstöðu á skrifstofu UÍA til skrafs og ráðagerða.

 


Keppnin hefst klukkan 13:00 og er þriðja umferðin í Íslandsmeistaramótinu. Tuttugu keppendur eru skráðir til leiks, 12 í flokki sérútbúinna bifreiða og átta í götubílafokki. Þrír Austfirðingar eru í sérútbúnaflokknum: Ólafur Bragi Jónsson, fyrrverandi Íslandsmeistari og íþróttamaður UÍA árið 2008, Guðlaugur Sindri Helgason og Kristmundur Dagsson. Davíð Snær Guttormsson keppir í götubílaflokki.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ