Torfærukeppni um helgina

Akstursíþróttafélagið START, annað tveggja slíkra innan UÍA, heldur torfærukeppni í Mýnesgrús á laugardag. Torfærukappar hafa nokkur kvöld nýtt sér fundaraðstöðu á skrifstofu UÍA til skrafs og ráðagerða.

 


Keppnin hefst klukkan 13:00 og er þriðja umferðin í Íslandsmeistaramótinu. Tuttugu keppendur eru skráðir til leiks, 12 í flokki sérútbúinna bifreiða og átta í götubílafokki. Þrír Austfirðingar eru í sérútbúnaflokknum: Ólafur Bragi Jónsson, fyrrverandi Íslandsmeistari og íþróttamaður UÍA árið 2008, Guðlaugur Sindri Helgason og Kristmundur Dagsson. Davíð Snær Guttormsson keppir í götubílaflokki.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok