UÍA maður setti Íslandsmet á Laugum

Atli Geir Sverrisson, Hetti, setti um helgina Íslandsmet í sleggjukasti í 12 ára flokki á Sumarleikum HSÞ á Laugum. Atli kastaði sleggjunni 27,83 metra og vantaði aðeins tvo sentímetra upp á að bæta eldra met um slétta tvo metra. UÍA fólk vann til fjölda annarra verðlauna.

Daði Fannar Sverrisson kom heim með átta gullverðlaun í flokki pilta 13-14 ára en hann sigraði í kúluvarpi, kringlukasti, langstökki, spjótkasti, 80 og 300 metra grindahlaupi, 400 metra hlaupi og sleggjukasti með kasti upp á 48,25 metra, aðeins þrjátíu metrum lengra en næsti maður kastaði.

Bjarmi Hreinsson vann þrenn gullverðlaun í flokki drengja 17-18 ára, í kúluvarpi, sleggjukasti og langstökki.

Erla Gunnlaugsdóttir sigraði í þrístökki og spjótkasti 15-16 ára meyja og Helga Jóna Svansdóttir í langstökki og 800 metra hlaupi stelpna 11-12 ára en í 800 metra hlaupinu varð Eyrún Gunnlaugsdóttir önnur.

Einar Bjarni Hermannsson kastaði kúlunni lengst sveina 15-16 ára, Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir varð fyrst í mark í 400 metra hlaupi meyja 15-16 ára, Mikael Máni Freysson stökk lengst stráka 11-12 ára og Lovísa Hreinsdóttir fleygði sleggjunni lengst í kvennaflokki.

Þau, sem og aðrir keppendur UÍA, stigu oftar á verðlaunapall á Laugum.

Nánari úrslit mótsins má finna á vef FRÍ.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ