UÍA maður setti Íslandsmet á Laugum

Atli Geir Sverrisson, Hetti, setti um helgina Íslandsmet í sleggjukasti í 12 ára flokki á Sumarleikum HSÞ á Laugum. Atli kastaði sleggjunni 27,83 metra og vantaði aðeins tvo sentímetra upp á að bæta eldra met um slétta tvo metra. UÍA fólk vann til fjölda annarra verðlauna.

Daði Fannar Sverrisson kom heim með átta gullverðlaun í flokki pilta 13-14 ára en hann sigraði í kúluvarpi, kringlukasti, langstökki, spjótkasti, 80 og 300 metra grindahlaupi, 400 metra hlaupi og sleggjukasti með kasti upp á 48,25 metra, aðeins þrjátíu metrum lengra en næsti maður kastaði.

Bjarmi Hreinsson vann þrenn gullverðlaun í flokki drengja 17-18 ára, í kúluvarpi, sleggjukasti og langstökki.

Erla Gunnlaugsdóttir sigraði í þrístökki og spjótkasti 15-16 ára meyja og Helga Jóna Svansdóttir í langstökki og 800 metra hlaupi stelpna 11-12 ára en í 800 metra hlaupinu varð Eyrún Gunnlaugsdóttir önnur.

Einar Bjarni Hermannsson kastaði kúlunni lengst sveina 15-16 ára, Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir varð fyrst í mark í 400 metra hlaupi meyja 15-16 ára, Mikael Máni Freysson stökk lengst stráka 11-12 ára og Lovísa Hreinsdóttir fleygði sleggjunni lengst í kvennaflokki.

Þau, sem og aðrir keppendur UÍA, stigu oftar á verðlaunapall á Laugum.

Nánari úrslit mótsins má finna á vef FRÍ.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok