Frjálsar, fjallganga og fáránleikar
Seinasti alvöru æfingadagurinn í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ var í gær. Þar var meðal annars æft boðhlaup og grunnatriðin í stangarstökki.
Eftir hádegi var gengið upp að Fardagafossi og æft aftur seinni partinn. Stefán Bogi Sveinsson stýrði um kvöldið fáránleikum þar sem til dæmis var keppt í stígvélasparki og vínberjaspýtingum. Frjálsíþróttaskólanum lýkur í dag með móti á Vilhjálmsvelli.