Helgi á göngu af stað
Verkefnið Helgi á göngu fór af stað á Borgarfirði eystri í gærkvöldi. Það var svartaþoka og því hætt við að fara upp á Svartfellið en í staðinn gengið inn hjá Urðarhólum og Urðarhólavatni, þar sem er ein stærsta líbarítströnd landsins.
Urðarhólar eru framhlaup, innst í Borgarfirðinum og um þá liggur um þriggja kílómetra stikuð gönguleið, akkúrat passleg til að skrá sem göngu dagsins í Hættu að hanga, komu að synda, hjóla ganga á www.ganga.is.
Skyggni í göngunni var lítið og leiddi Hafþór Snjólfur Helgason göngumenn, sem voru á þriðja tug, áfram eftir GPS tæki. Sérlega gott þykir að fleyta kerlingum á Urðarhólavatni. Keppt var í greininni þar í gærkvöldi og vann Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur á Egilsstöðum, hana en steinninn hans skoppaði átta sinnum á vatninu.