Helgi á göngu af stað

Verkefnið Helgi á göngu fór af stað á Borgarfirði eystri í gærkvöldi. Það var svartaþoka og því hætt við að fara upp á Svartfellið en í staðinn gengið inn hjá Urðarhólum og Urðarhólavatni, þar sem er ein stærsta líbarítströnd landsins.


Urðarhólar eru framhlaup, innst í Borgarfirðinum og um þá liggur um þriggja kílómetra stikuð gönguleið, akkúrat passleg til að skrá sem göngu dagsins í Hættu að hanga, komu að synda, hjóla ganga á www.ganga.is.

Skyggni í göngunni var lítið og leiddi Hafþór Snjólfur Helgason göngumenn, sem voru á þriðja tug, áfram eftir GPS tæki. Sérlega gott þykir að fleyta kerlingum á Urðarhólavatni. Keppt var í greininni þar í gærkvöldi og vann Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur á Egilsstöðum, hana en steinninn hans skoppaði átta sinnum á vatninu.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok