Þríþraut í skóginum
Í gær fóru krakkarnir í Frjálsíþróttaskólanum inn í Hallormsstað þar sem sett var upp þríþraut. Fyrst voru syntir 300 metrar, síðan hjólaðir um fjórir kílómetrar og loks hlaupnir um 2,6 kílómetrar. Þríþrautin tók á og voru krakkarnir óvenju viljugir og fljótir að fara að sofa í gærkvöldi.
Eftir þríþrautina var farið í leiki í íþróttahúsinu, þar sem framkvæmdastjóri UÍA var hann mjög lengi og árangurslaust í eltingaleik.