Fjölskyldumót í strandblaki á Sumarhátíð

Í fyrsta sinn í sögu Sumarhátíðar UÍA verður boðið upp á strandblak. Keppnisliðið skal vera skipað þremur keppendum, tveimur einstaklingum 16 ára eða yngri og einum fullorðnum.


Leyfilegt er að hafa einn varamann (fullorðin eða barn /ungling) þó má aldrei vera nema einn fullorðinn inn á  í einu. 

Spilað verður samkvæmt strandblaksreglum að öðru leiti en þær má finna á www.strandblak.is.

Strandblaksvöllurinn er staðsettur í Bjarnadalnum en sá dalur liggur milli Bláskóga og Dynskóga á Egilsstöðum.

Keppnt verður sunnudaginn 11. júlí.

Nánari upplýsingar og skráning eru hjá skrifstofu UÍA á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471-1353. Skráningu lýkur 8. júlí. Skráning er ókeypis.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ