Fyrsti dagur Frjálsíþróttaskóla
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var settur á Egilsstöðum í gær. Ellefu krakkar eru í skólanum sem Hildur Bergsdóttir stýrir.
Í gær var æft hástökk og langstökk þar sem Lovísa Hreinsdóttir aðstoðaði við þjálfun. Seinni partinn var farið í leiki í skóginum. Morguninn hófst á æfingu í sleggjukasti sem Hreinn Halldórsson stýrði. Embla Tjörvadóttir sveiflaði sleggjunni í morgun á meðan Hreinn fylgdist með úr öruggri fjarlægð.