MÍ 11-14 ára: Íslandsmeistari, tíðindi og myndir

UÍA eignaðist einn Íslandsmeistara á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára. Daði Fannar Sverrisson, 14 ára, varði þar Íslandsmeistaratitil sinn í spjótkasti.


Daði Fannar kastaði spjótinu 48,6 metra í fyrstu umferð. Það er þriðji besti árangurinn samkvæmt gagnabanka fri.is.

Daði náði í fleiri verðlaun. Hann varð annar í 80 metra grindarhlaupi á 13,12 sek. og þriðji í langstökki, með stökk upp á 4,65 metra, 100 metra hlaupi, á 13,81 sek. og í kúluvarpi með kast upp á 13,03 metra.

Eyrún Gunnlaugsdóttir, 11 ára, fékk bronsverðlaun í spjótkasti en hún kastaði 17,04 metra.

Aðrir keppendur náðu ágætum árangri. Mikael Máni Freysson stök 4,11 metra í langstökki og varð sjötti, Atli Geir Sverrisson kastaði spjótinu 25,35 metra og varð sjöundi, Einar Bjarni Helgason kom næstur með 24,11 metra kast og Atli Pálmar Snorrason varð níundi í 800 metra hlaupi á 2:46,68 mín.

Aðrir keppendur en Mikael Máni eru frá Hetti. Hann er frá Þristi. Lovísa Hreinsdóttir var fararstjóri hópsins. Mótið fór fram í Kópavogi.

Hópurinn gisti í Smáraskóla og varð fyrir því að innbrotsþjófur ætlaði að brjótast inn um opinn glugga á skólastofunni sem hópurinn gisti í. Honum var stökkt á flótta og hafði ekki annað með sér en nesti hópsins sem hékk í glugganum í innkaupapoka. Nestið fannst síðar skammt frá.

Úrslit mótsins.

Myndir af UÍA hópnum.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ