MÍ 11-14 ára: Íslandsmeistari, tíðindi og myndir

UÍA eignaðist einn Íslandsmeistara á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára. Daði Fannar Sverrisson, 14 ára, varði þar Íslandsmeistaratitil sinn í spjótkasti.


Daði Fannar kastaði spjótinu 48,6 metra í fyrstu umferð. Það er þriðji besti árangurinn samkvæmt gagnabanka fri.is.

Daði náði í fleiri verðlaun. Hann varð annar í 80 metra grindarhlaupi á 13,12 sek. og þriðji í langstökki, með stökk upp á 4,65 metra, 100 metra hlaupi, á 13,81 sek. og í kúluvarpi með kast upp á 13,03 metra.

Eyrún Gunnlaugsdóttir, 11 ára, fékk bronsverðlaun í spjótkasti en hún kastaði 17,04 metra.

Aðrir keppendur náðu ágætum árangri. Mikael Máni Freysson stök 4,11 metra í langstökki og varð sjötti, Atli Geir Sverrisson kastaði spjótinu 25,35 metra og varð sjöundi, Einar Bjarni Helgason kom næstur með 24,11 metra kast og Atli Pálmar Snorrason varð níundi í 800 metra hlaupi á 2:46,68 mín.

Aðrir keppendur en Mikael Máni eru frá Hetti. Hann er frá Þristi. Lovísa Hreinsdóttir var fararstjóri hópsins. Mótið fór fram í Kópavogi.

Hópurinn gisti í Smáraskóla og varð fyrir því að innbrotsþjófur ætlaði að brjótast inn um opinn glugga á skólastofunni sem hópurinn gisti í. Honum var stökkt á flótta og hafði ekki annað með sér en nesti hópsins sem hékk í glugganum í innkaupapoka. Nestið fannst síðar skammt frá.

Úrslit mótsins.

Myndir af UÍA hópnum.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok