Leikjadagskrá Launaflsbikarsins 2010

Fyrsta umferð Launaflsbikarsins 2010 verður leikinn á sunnudag. Sjö lið eru skráð til þátttöku í ár, einu færra en í fyrra því Knattspyrnufélag Eskifjarðar verður ekki með. Leikin verður einföld umferð og fara fjögur efstu liðin áfram í úrslitakeppni. Deildakeppninni lýkur í lok júlí og verður úrslitakeppnin leikin eftir verslunarmannahelgi.


Fyrirkomulagið var ákveðið á fundi með forráðamönnum félagana í gærkvöldi og dregið í töfluröð. Á fundinum voru samþykktar nokkrar minniháttar breytingar á reglum keppninnar. Viðurlög við að mæta ekki til leiks hafa verið hert. Þeim tilmælum er beint til félaga að útvega aðstoðardómara en aðaldómari hefur valdið yfir hvort hann þiggur þá hjálp og hvort hann flautar leik á eða ekki sé hann ósáttur við umgjörðina. Engar breytingar verða gerðar á leyfilegum fjölda deildarleikmanna né refsingum með gulum spjöldum, en í fyrra var í fyrsta sinn tekin upp sú regla að leikmaður þarf að yfirgefa völlinn í tíu mínútur fái hann gult spjald.

Leikir keppninnar í ár eru eftirfarandi.

1. umferð sunnudagur 13. júní 18:00
UMFB-06. apríl
Hrafnkell Freysgoði - SE
Spyrnir-Þristur
BN situr hjá

2. umferð sunnudagur 20. júní 18:00
BN-UMFB
06. apríl - Hrafnkell Freysgoði
SE-Spyrnir
Þristur situr hjá

3. umferð sunnudagur 27. júní 18:00
Hrafnkell-BN
Spyrnir - 06. apríl
Þristur-SE
UMFB situr hjá

4. umferð sunnudagur 4. júlí 18:00
BN-Spyrnir
UMFB-Hrafnkell
06. april - Þristur
SE situr hjá

5. umferð sunnudagur 11. júlí 18:00
Þristur - BN
Spyrnir-UMFB
SE-06. apríl
Hrafnkell situr hjá

6. umferð sunnudagur 18. júlí 18:00
BN-SE
UMFB-Þristur
Hrafnkell-Spyrnir
06. apríl situr hjá

7. umferð sunnudagur 25. júlí 18:00
06. apríl - BN
SE-UMFB
Þristur-Hrafnkell
Spyrnir situr hjá

Tímasetningar úrslitakeppni verða ákveðnar að deildarkeppni lokinni.

Reglur keppninnar 2010.

Eyðublað fyrir félagaskipti.

Leikskýrsla.

Eyðublað fyrir kæru.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok