Hlaupamót á fimmtudag

Hlaupamót UÍA verður haldið á Vilhjálmsvelli, fimmtudaginn 3. júní kl 18.00. Mótið er hluti af mótaröð UÍA og safna keppendur stigum á hverju móti og verða stigahæstu einstaklingarnir í hverjum flokki verðlaunaðir í lok mótaraðarinnar. Þegar hefur farið fram Kastmót UÍA sem var skemmtilegt og vel sótt og mun stökkmót fara fram síðar í sumar.


Að þessu sinni verða keppnisgreinar:
80 m hlaup
200 m hlaup
60/100/110 m grindarhlaup (vegalengdir eftir aldursflokkum)
1500 m hlaup.

Keppt verður í flokkum 11-12, 13-14, 15-16, og 17 ára og eldri.

Keppnisgjald er 500 kr á einstakling óháð greinafjölda. Hægt verður að skrá á staðnum en skráning er opin í mótaforriti FRÍ. Skrifstofa UÍA veitir nánari upplýsingar.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok