Hlaupamót á fimmtudag
Hlaupamót UÍA verður haldið á Vilhjálmsvelli, fimmtudaginn 3. júní kl 18.00. Mótið er hluti af mótaröð UÍA og safna keppendur stigum á hverju móti og verða stigahæstu einstaklingarnir í hverjum flokki verðlaunaðir í lok mótaraðarinnar. Þegar hefur farið fram Kastmót UÍA sem var skemmtilegt og vel sótt og mun stökkmót fara fram síðar í sumar.
Að þessu sinni verða keppnisgreinar:
80 m hlaup
200 m hlaup
60/100/110 m grindarhlaup (vegalengdir eftir aldursflokkum)
1500 m hlaup.
Keppt verður í flokkum 11-12, 13-14, 15-16, og 17 ára og eldri.
Keppnisgjald er 500 kr á einstakling óháð greinafjölda. Hægt verður að skrá á staðnum en skráning er opin í mótaforriti FRÍ. Skrifstofa UÍA veitir nánari upplýsingar.