Þróttur Neskaupstað öldungamótsmeistarar í blaki
Þróttur Neskaupsstað sigraði 1. deild karla á Öldungamótinu í blaki sem fram fór í Mosfellsbæ um helgina.
Mosöld eins og mótið hét byrjaði á fimmtudag og kláraðist með lokahófi í gærkvöldi. 125 lið voru skráð til leiks og er það þátttökumet. Að austan voru að minnsta kosti 20 lið og gekk þeim mjög vel. Fjöldinn allur af verðlaunum komu austur, þar af þrír bikarar, en auk karlaliðs Þróttar Neskaupsstað sigruðu sínar deildir kvennalið Þróttar Neskaupsstað 2 (5. deild) og kvennalið Hrafnkels Freysgoða (9. deild).
Tilkynnt var á lokahófinu í gærkvöldi að næsta mót verði haldið að ári í Vestmannaeyjum og í umsjá Þróttar Reykjavík.