FELIX námskeið og aðstoð við starfskýrsluskil
UÍA og ÍSÍ bjóða upp á námskeið í félagakerfi UMFÍ og ÍSÍ - FELIX - 26. maí næstkomandi.
Námskeiðið fer fram á skrifstofu UÍA en einnig er hægt að taka námskeiðið heiman frá sér í gegn um internetið (NetViewer), þar sem viðkomandi fylgist með í tölvunni sinni og hlustar á kennarann. Allir ættu því að geta nýtt sér námskeiðið sama hvar á sambandssvæðinu menn eru. Námskeiðið tekur um 3 tíma, hefst kl. 17:30 og er áætlað að vera búið fyrir kl. 21:00.
Boðið verður upp á aðstoð við starfskýrsluskil fimmtudaginn 27. maí á skrifstofu UÍA eða með aðstoð í gegn um internetið. Þau félög sem ekki skila starfskýrslum fyrir 1. júní geta átt von á að félagið fari í keppnisbann. Öll aðildarfélög UÍA eru hvött til að nýta sér þessa aðstoð og námskeið.
Skráning fer fram á skrifstofu UÍA, í síma 471-1353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nafn, félag og símanúmer viðkomandi þarf að fylgja skráningunni, eins hvort viðkomandi ætli að mæta á staðinn eða vera með í gegn um netið. Skráning er nauðsynleg í báðum tilfellum.