Góður sambandsráðsfundur hjá UMFÍ
Formaður og varaformaður UÍA sátu sambandsráðsfund UMFÍ í Borgarnesi síðastliðna helgi.
Mikill hugur er í héraðssamböndum á landsvísu en á sambandsráðsfundinum var aðildarfélögum UMFÍ gefinn kostur á að skiptast á skoðunum um starfsemi UMFÍ. Kynnt voru verkefni UMFÍ, fræðslumál, landsmótsmál og almenningsíþróttir. Vefurinn ganga.is er nú að ganga í endurnýjun lífdaga ásamt því að ný almenningsíþrótta verkefni verður hrint af stað á næstunni. Fundir sem þessir eru frábær vettvangur fyrir formenn til að bera saman bækur sínar og afla upplýsinga um starfsemi annarra héraðssambanda.
Fundargestum voru sýndar aðstæður næsta Unglingalandsmóts sem fram fer í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Undirbúningur hjá UMSB gengur vel og er allt útlit fyrir afar glæsilegt mót í sumar.