Kastmót UÍA
Kastmót UÍA fer fram á Vilhjálmsvelli 20 maí. Mótið er liður í mótaröð sem inniheldur 3 greinamót UÍA.
Mótin eru stutt frjálsíþróttamót sem haldin eru síðdegis á fimmtudögum í sumar. Mótin eru stigamót og verðlaun eru veitt á seinasta mótinu fyrir stigahæstu einstaklingana.
Keppt verður í flokkum
11-12 ára,
13-14 ára,
15-16 ára
17 ára og eldri.
Keppnisgjald á hverju móti er 500 kr. óháð fjölda keppnisgreina.
Öll mótin fara fram á Vilhjálmsvelli.
Skráning fer fram á skrifstofu UÍA í síma 471-1353 eða í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Skráning fer einnig fram á keppnisstað 30 mínútum fyrir keppni. Hvetjum alla til að fjölmenna og taka þátt í skemmtilegum mótum.