Félagsmálafræðsla hjá Þekkingarneti Austurlands
Undir lok síðasta árs var undirritaður samstarfssamningur milli UÍA og ÞNA um að UÍA tæki að sér félagsmálafræðslu á námskeiðum Þekkingarnetsins. Framkvæmdastjóri UÍA hefur undanfarna mánuði sinnt kennslu á námskeiðunum Sterkari starfsmaður sem ætluð eru atvinnuleitendum. Námskeiðin hafa verið haldin á Seyðisfirði, Egilsstöðum, Reyðarfirði og innan skamms verður slíkt námskeið haldið í Neskaupstað. Þáttur UÍA felst í fræðslu um starfsemi frjálsra félagasamtaka, fundarstjórn og fundarsköp og framkomu og ræðumennsku.
Að auki hefur framkvæmdastjóri UÍA kennt hluta af námskeiði í frumkvöðlafræði á Egilsstöðum. Reynslan af samstarfinu hefur að mati UÍA verið góð og vonast sambandið til að áframhald verði á því.