Félagsmálafræðsla hjá Þekkingarneti Austurlands

Undir lok síðasta árs var undirritaður samstarfssamningur milli UÍA og ÞNA um að UÍA tæki að sér félagsmálafræðslu á námskeiðum Þekkingarnetsins. Framkvæmdastjóri UÍA hefur undanfarna mánuði sinnt kennslu á námskeiðunum Sterkari starfsmaður sem ætluð eru atvinnuleitendum. Námskeiðin hafa verið haldin á Seyðisfirði, Egilsstöðum, Reyðarfirði og innan skamms verður slíkt námskeið haldið í Neskaupstað. Þáttur UÍA felst í fræðslu um starfsemi frjálsra félagasamtaka, fundarstjórn og fundarsköp og framkomu og ræðumennsku.

Að auki hefur framkvæmdastjóri UÍA kennt hluta af námskeiði í frumkvöðlafræði á Egilsstöðum. Reynslan af samstarfinu hefur að mati UÍA verið góð og vonast sambandið til að áframhald verði á því.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok