Frjálsíþróttamót á Fáskrúðsfirði á laugardag

UÍA heldur Austurlandsmót í frjálsum íþróttum 10 ára og yngri nú á laugardaginn. Mótið fer fram í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði. <!-- @page { margin: 0.79in } P { margin-bottom: 0.08in } -->

Húsið opnar kl. 12:00 en keppni hefst 13:00 og er keppt í flokkum hnokka og hnáta 9-10 ára og polla og pæja 8 ára og yngri. Keppnisgreinar eru spretthlaup, langstökk án atrennu og boltakast en einnig verður keppt í skemmtilegri þrautabraut þar sem verður boðhlaup og skipt í lið á staðnum.

Mótið er fyrir alla hressa krakka 10 ára og yngri og við hvetjum sem flesta til að mæta og prófa. Auk keppni kom síðan góðir gestir úr Ávaxtakörfunni í heimsókn og taka lagið. Skráning er á skrifstofu UÍA og skráningarfresturinn rennur út á hádegi á föstudag. Skráningargjöld eru innheimt gegnum félag viðkomandi keppanda.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ