Frjálsíþróttamót á Fáskrúðsfirði á laugardag

UÍA heldur Austurlandsmót í frjálsum íþróttum 10 ára og yngri nú á laugardaginn. Mótið fer fram í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði. <!-- @page { margin: 0.79in } P { margin-bottom: 0.08in } -->

Húsið opnar kl. 12:00 en keppni hefst 13:00 og er keppt í flokkum hnokka og hnáta 9-10 ára og polla og pæja 8 ára og yngri. Keppnisgreinar eru spretthlaup, langstökk án atrennu og boltakast en einnig verður keppt í skemmtilegri þrautabraut þar sem verður boðhlaup og skipt í lið á staðnum.

Mótið er fyrir alla hressa krakka 10 ára og yngri og við hvetjum sem flesta til að mæta og prófa. Auk keppni kom síðan góðir gestir úr Ávaxtakörfunni í heimsókn og taka lagið. Skráning er á skrifstofu UÍA og skráningarfresturinn rennur út á hádegi á föstudag. Skráningargjöld eru innheimt gegnum félag viðkomandi keppanda.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok