Erna dæmd úr leik

Erna Friðriksdóttir, sem í gær keppti í sitjandi flokki í svigi á vetrarólympíuleikum fatlaðra í Vancouver í Kanada, var dæmd úr leik eftir keppnina.


Frá þessu er greint á vef Íþróttafélags fatlaðra. „Á fundi liðsstjóra eftir svigkeppnina í gærkvöldi var staðfest að tveir keppendur hefðu verið dæmdir úr leik fyrir að sleppa hliði í seinni umferð. Annar þessara keppenda var Erna sem hafði verið skráð í 11. sæti eftir tvær umferðir.

Erna sýndi mikla þrautseigju í svigkeppninni og vakti mikla athygli áhorfenda fyrir einstakan baráttuvilja. Hún ætlaði sér að klára keppni og komast í mark þrátt fyrir fall á erfiðum stað í brautinni og gerði einmitt það en var því miður dæmd úr leik.“

Erna keppir í stórsvigi á morgun, þriðjudag.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ