Erna dæmd úr leik

Erna Friðriksdóttir, sem í gær keppti í sitjandi flokki í svigi á vetrarólympíuleikum fatlaðra í Vancouver í Kanada, var dæmd úr leik eftir keppnina.


Frá þessu er greint á vef Íþróttafélags fatlaðra. „Á fundi liðsstjóra eftir svigkeppnina í gærkvöldi var staðfest að tveir keppendur hefðu verið dæmdir úr leik fyrir að sleppa hliði í seinni umferð. Annar þessara keppenda var Erna sem hafði verið skráð í 11. sæti eftir tvær umferðir.

Erna sýndi mikla þrautseigju í svigkeppninni og vakti mikla athygli áhorfenda fyrir einstakan baráttuvilja. Hún ætlaði sér að klára keppni og komast í mark þrátt fyrir fall á erfiðum stað í brautinni og gerði einmitt það en var því miður dæmd úr leik.“

Erna keppir í stórsvigi á morgun, þriðjudag.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok