Öflug sendinefnd á FRÍ þingi

Þing Frjálsíþróttasambands Íslands var haldið að Ásvöllum í Hafnarfirði nú um liðna helgi. UÍA átti rétt á fjórum þingfulltrúum og sóttu sex fulltrúar þingið fyrir hönd sambandsins sem aðal- og varamenn.

Þingfulltrúar voru Stefán Bogi Sveinsson framkvæmdastjóri UÍA, Lovísa Hreinsdóttir Hetti, Gréta Björg Ólafsdóttir Leikni, Ólafur Sigfús Björnsson Þristi, Gunnar Gunnarsson Þristi og Andri Mar Jónsson Leikni.

Á þinginu var farið yfir mótamál og samþykktar allmiklar breytingar á lögum og reglum sambandsins. Þá var kosið í nýja stjórn sambandsins en mikil endurnýjun varð í henni. Á meðal þeirra sem létu af störfum fyrir sambandið var Dóra Björk Gunnarsdóttir frá Fáskrúðsfirði en hún hefur setið í stjórn og varastjórn undanfarin 15 ár.

Enginn fulltrúi frá UÍA hlaut náð fyrir augum uppstillingarnefndar að þessu sinni. Frekari upplýsingar um þingið og nýja stjórn FRÍ má finna á heimasíðu sambandsins.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok