UÍA heldur Unglingalandsmót 2011
Unglingalandsmót UMFÍ árið 2011 verður haldið á Fljótsdalshéraði í umsjón UÍA. Þetta var tilkynnt við setningarathöfn Unglingalandsmótsins sem haldið er á Sauðárkróki um helgina í gærkvöldi. Keppendur eru um 1600 og er mótið það fjölmennasta til þessa.Flestir eru skráðir í knattspyrnu en þar getur hver sem er mætt og er raðað niður í lið á staðnum. Næst flestar skráningar eru í frjálsum íþróttum og körfuknattleik. Að auki er keppt í glímu, golfi, hestaíþróttum, skák, sundi og mótorkrossi. Keppt er í öllum greinunum, nema mótorkrossinu, í dag.
Forsetahjónin eru meðal gesta mótsins. Þau voru viðstödd setningarathöfnina í gær og fylgjast með keppni á mótinu í dag.
Við setningarathöfnina í gær var tilkynnt að sveitarfélagið Fljótsdalshérað og UÍA hýsi Unglingalandsmótið 2011 á Egilsstöðum. HSÞ og Langanesbyggð og UÍÓ og Fjallabyggð sóttu einnig um mótið. Að ári verður það haldið á Grundarfirði.