Lokadagur Sumarhátíðar framundan

Keppni er lokið í knattspyrnu, golfi og sundi á Sumarhátíð UÍA og tveir af þremur dögum frjálsíþróttakeppninnar að baki.

Á morgun, sunnudag, verður keppni í frjálsum íþróttum haldið áfram á Vilhjálmsvelli. Byrjað verður klukkan hálf tíu og gert ráð fyrir að keppni í frjálsum ljúki um klukkan þrjú. Á morgun keppa meðal annars tíu ára og yngri sem ekki hafa enn stigið á frjálsíþróttavöllinn.

Klukkan tvö hefst keppni í boccia, sem er í fyrsta sinn opin á Sumarhátíð. Þrír eru saman í liði og geta þeir sem vilja sett saman lið og skráð til leiks. Klukkan þrjú verður ræst 10 km bæjarhlaup frá Fjölnotahúsinu í Fellabæ. Klukkustund síðar verður 5 km skemmtiskokk í Selskógi.

Úrslit frjálsíþróttakeppinnar má finna hér.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ