Lokadagur Sumarhátíðar framundan
Keppni er lokið í knattspyrnu, golfi og sundi á Sumarhátíð UÍA og tveir af þremur dögum frjálsíþróttakeppninnar að baki.
Á morgun, sunnudag, verður keppni í frjálsum íþróttum haldið áfram á Vilhjálmsvelli. Byrjað verður klukkan hálf tíu og gert ráð fyrir að keppni í frjálsum ljúki um klukkan þrjú. Á morgun keppa meðal annars tíu ára og yngri sem ekki hafa enn stigið á frjálsíþróttavöllinn.
Klukkan tvö hefst keppni í boccia, sem er í fyrsta sinn opin á Sumarhátíð. Þrír eru saman í liði og geta þeir sem vilja sett saman lið og skráð til leiks. Klukkan þrjú verður ræst 10 km bæjarhlaup frá Fjölnotahúsinu í Fellabæ. Klukkustund síðar verður 5 km skemmtiskokk í Selskógi.
Úrslit frjálsíþróttakeppinnar má finna hér.