Sumarhátíð UÍA 2009

Sumarhátíðin verður haldin á Egilsstöðum dagana 3. til 5. júlí. Margt verður í boði fyrir alla aldurshópa.

Keppt verður í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli. Skráning fer fram á skrifstofu UÍA og er skráningarfrestur til fimmtudagsins 2. júlí. Skráningargjald er kr. 1.000 á keppanda. Ekki er gert ráð fyrir skráningu á staðnum svo keppendur eru hvattir til að vera í sambandi við sitt félag eða skrifstofu UÍA fyrir uppgefinn frest.

Knattspyrnumót verður haldið á Fellavelli. Auglýst er eftir skráningum í 5. 6. og 7. aldursflokki, en keppt verði í blönduðum liðum drengja og stúlkna. Skráningarfresturrennur út miðvikudaginn 1. júl. Skráningargjald er kr. 10.000 á liðog skráning og upplýsingar eru á skrifstofu UÍA.

Sundmót fyrir alla aldurshópa verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Skráningu í það lýkur miðvikudaginn 1. júlí, skráningargjald er kr. 1.000 á keppanda og er skráningin í höndum sunddeildanna. Áhugasamir geta einnig haft samband við skrifstofu UÍA. Ekki verður hægt að skrá keppendur á staðnum.

Golfmót verður á Ekkjufellsvelli. Keppt er í tveimur flokkum án forgjafar, 12 ára og yngri og 13-16 ára.  Skráningargjald er kr. 1.500 á keppanda og er skráningin á skrifstofu UÍA til fimmtudagsins 2. júlí.

Opið Bocciamót verður haldið á VIlhjálmsvelli á sunnudag. Íþróttafélög fatlaðra hér eystra, Viljinn og Örvar hafa lengi reynt með sér í þessari grein og bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur veitt þeim keppni hin síðari ár. Í ár er mótið opið öllum áhugasömum liðum. Skráning er á skrifstofu UÍA til laugardagsins 4. júlí.

Að auki er í boði tjalddansleikur, víðavangshlaup, skemmtiskokk og ýmislegt fleira. Meiri upplýsingar munu birtast hér á síðunni.

Dagskrá hátíðarinnar (með fyrirvara um smærri breytingar)

Föstudagur 3. júlí
15:00 Tjaldstæðið í Selskógi opið
17:00 Sundmót í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum
17:00 Golfmót á Ekkjufellsvelli
18:00 Frjálsíþróttamót 17 ára og eldri á Vilhjálmsvelli

Laugardagur 4. júlí
10:00 Sundmót í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum
11:00 Knattspyrnumót á Fellavelli
13:00 Frjálsíþróttamót 16 ára og yngri á Vilhjálmsvelli
17:00 Hátíðardagskrá á Vilhjálsmvelli
18:00 Frjálsíþróttamóti fram haldið
20:30 Tjalddansleikur í Selskógi – Hljómsveitin Dísel leikur fyrir dansi

Sunnudagur 5. júlí
9:00 Frjálsíþróttamót 16 ára og yngri á Vilhjálmsvelli
14:00 Opið Bocciamót á Vilhjálmsvelli
15:00 Víðavangshlaup ræst við Fjölnoahúsið í Fellabæ
16:00 Skemmtiskokk í Selskógi

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ