Hlaupamót UÍA 2009

Hlaupamót UÍA verður haldið í dag á Vilhjámsvelli. Mótið er liður í undirbúningi fyrir Sumarhátíðina.
Tilgangur mótsins er ekki síst að prófa þann tímatökubúnað sem er á vellinum fyrir Sumarhátíðina og þess vegna var skammur fyrirvari á því í þetta sinn en frjálsíþróttaráð UÍA stefnir að því að halda í sumar þrjú hraðmót í frjálsum íþrótum, hlaupamót sem nú er haldið, stökkmót og kastmót.

Á mótinu verður keppt í flokkum 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og karla og kvenna. Keppt verður í einu styttra hlaupi í hverjum flokki (60m/100m) og einu lengra (600m/800m). Sett verða upp boðhlaup til reynslu ef tími og áhugi eru fyrir hendi.

Skráð verður í Hettunni á Vilhjálmsvelli frá 17:00 og þar til mótið hefst kl. 18:00. Stefnt er að mótslokum rúmlega 21:00 og endað verður á smá hressingu og verðlaunaafhendingu í Hettunni.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ