Bogfimi og boðhlaup á fjórða degi Frjálsíþróttaskólans

Frjálsíþróttaskólakapparnir tókust á við fjórða dag Frjálsíþróttaskólans af sinni einstöku atorkusemi og elju og ekki veitti af því mikið var um að vera í dag. Morgunæfing dagsins stóð í tvo tíma og innihélt grindahlaup undir stjórn Sigurlaugu Helgadóttur og langstökk og leiki í umsjón Hildar.

Eftir hádegið hélt hópurinn í Hlymsdali þar sem Freyr Ævarsson lagði ýmsar skákþrautir fyrir hópinn, sem einnig spreytti sig í minigolfi. Seinni æfing dagsins var nýtt til að læra boðhlaupsskiptingar. Eftir að hafa fengið sér hressingu út í sólinni rölti hópurinn yfir í Fellabæinn og hittu þar fyrir Harald Gústafsson og Sigurgeir Hrafnkellsson bogfimikappa úr Skotfélagi Austurlands. Þeir félagar, sem fljótlega voru endurskýrðir Bogi og Örvar úr Skírnisskógi, hittu algjörlega beint í mark og hópurinn var alveg heillaður af íþróttinni og fimi þeirra félaga. Allir fengu að spreyta sig með bogann og ljóst að margar efnilegar skyttur leynast í hópnum. Þegar allir höfðu skotið nægju sína mætti Árni Ólason á svæðið í fullum júdóskrúða og kenndi nokkur grunnatrið í júdó og tuskaðist við hópinn, sem aldeilis var til í tuskið. Þegar búið var að sporðrenna kvöldmatnum fór af stað spurningakeppnin ómissandi Innsvar en Gunnar Gunnarsson formaður UÍA var spyrill, spurningahöfundur og dómari keppninnar.

Myndir dagsins má sjá á facebooksíðu UÍA

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok