Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports í frjálsum: Úrslit og myndir

Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports í frjálsum íþróttum fór fram á Norðfirði í dag.

Leiðindaveður í morgun setti mark sitt á keppendafjölda, en þó nokkrir lögðu ekki í skafrenning á Fagradal. Engu að síður mættu keppendur til leiks frá sjö félögum; Þrótti, Hetti, Þristi, Fram, Agli rauða, Leikni og HSK.

Mótið gekk vel, enda lagði fjöldi foreldra hönd á plóginn við framkvæmd þess.

 

Leikgleðin var við völd en keppendur lögðu sig engu að síður alla fram enda til mikils að vinna, því gómsæt páskaegg voru í verðlaun fyrir stigahæstu einstaklinga í hverjum flokki. Keppt var í langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, kúluvarpi, hástökki og 100 m hlaupi.

Úrslit urðu þessi:

Í flokki pilta 11 ára sigraði Þorsteinn Ivan Bjarkason Þristi með 30 stig en Elmar Örn Svanbergsson Þrótti varð annar.

Í flokki 11 ára stúlkna varð  Eva María Baldursdóttir HSK hlutskörpust með 29 stig, Ester Rún Jónsdóttir önnur með 26 stig og Ólafía Ósk Svanbergsdóttir þriðja.

Í flokki 12-13 ára pilta hafnaði Guðjón Berg Stefánsson, Þrótti í fyrsta sæti með 29 stig en Traust Dagbjartsson, Fram varð annar með 26 stig.

Í flokki 12-13 ára stúlkna bar María Bóel Guðmundsdóttir; Þrótti sigur úr býtum eftir æsispennandi keppni. María nældi sér í 28 stig en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hetti fylgdi fast á hæla hennar með 27 stig, Íris Björg Valdimarsdóttir, Þrótti varð þriðja með 20 stig.

Í flokki 14-15 ára pilta hafði Steingrímur Örn Þorsteinsson, Hetti betur með 29 stig en Daði Þór Jóhannsson Leikni varð annar með 26 stig

Í flokki 14-15 ára stúlkna sigraði Eyrún Gunnlaugsdóttir, Hetti með 28 stig, önnur varð Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Þrótti með 25 stig og Aðalheiður Sjöfn Helgadóttir, Hetti þriðja.

Í flokki 16 ára og eldri karla var hörð barátta um páskaeggið góða en hana sigraði Mikael Máni Freysson, Þristi með eins stigs forskoti á Ragnar Inga Axelsson, Agli rauða.

Myndir af mótinu má sjá í myndasafni UÍA hér á síðunni.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok