Flottur árangur á vel heppnuðu Íslandsmóti í blaki í Neskaupstað

Íslandsmót í blaki fyrir 3.,5., og 6. flokk var haldið í Neskaupstað síðastliðna helgi. Mótið sóttu 42 lið víðsvegar af landinu og um 200 krakkar sem öttu kappi.

 

Ferðaveður var frábært um helgina og komumst allir leiðir sínar án nokkra vandkvæða sem var afar kærkomið eftir ófærð síðustu helgar. Mótið tókst vel í alla staði og fóru krakkarnir m.a. á pizzahlaðborð í Egilsbúð á laugardagskvöld og einnig bauð Fjarðabyggð keppendum í sund.

Árangur austfirskra liða var afar góður en Þróttur Nes lönduðu Íslandsmeistaratitli í 3. og 5. flokki - 5. stig stúlkna og í 5. flokki náðu þeir silfrinu einnig. Auk þess að taka brons í 5. flokk 4. stig.

Huginn, sem keppti á sínu fyrsta Íslandsmóti yngri flokka, sigraði í 5. flokki - 3. stig.

Að auki hafnaði lið Leiknis Fáskrúðsfirði í 3. sæti í 3. flokki stúlkna B-lið.

Hér til hliðar má sjá myndir af Íslandsmeisturum helgarinnar.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok