Metþátttaka í Tour de Orminum

Aldrei hafa fleiri tekið þátt í hjólreiðakeppninni Tour de Orminum en um síðustu helgi. Brautarmet voru sett í liðakeppni og unglingaflokki.

Alls tóku 62 hjólreiðamenn þátt en fyrra þátttökumetið voru 57 frá árinu 2016.

Í 68 km flokki karla kom Helgi Björnsson fyrstur í mark á tímanum 2:02,13 klst sem er 13 sekúndum frá brautarmeti Orra Einarssonar frá í fyrra. Orri sjálfur varð í þriðja sæti fjórum sekúndum frá Helga en á milli þeirra varð Hjalti Jónsson.

Í 68 flokki kvenna varð Friðrika Marteinsdóttir fremst á tímanum 2:33,47 klst. Hlín Hjartar Magnúsdóttir varð önnur og Sigríður Erlendsdóttir þriðja.

Í 103 km flokki karla fylgdust Ingvar Júlíus Tryggvason og Guðlaugur Egilsson að allan tímann. Svo fór þó að Ingvar Júlíus kom þremur sekúndum fyrr í mark á tímanum 3:16,53 klst. Unnsteinn Jónsson varð þriðji.

Í 103 km flokki kvenna varð Jóhanna Sigurðardóttir fremst á tímanum 4:14,54 klst. Marjlin van Dijk varð önnur og Aletta Pomper þriðja.

Brautarmet féll í unglingaflokki. Rafael Rökkvi Freysson kom þar fyrstur í mark á tímanum 2:20,56 og bætti tveggja ára brautarmet um 15 og hálfa mínútu. Rökkvi varð ellefti í heildarkeppninni í 68 km hringnum af 37 keppendum. Annar í unglingaflokki varð Sölvi Snær Egilsson og Unnar Aðalsteinsson þriðji.

Brautarmet féll einnig í liðakeppninni. HAZ, skipað Andra Guðlaugssyni, Zophoníasi Jónssyni og Hafþóri Val Guðjónssyni kom í mark á 2:28,49 klst sem er um hálfri mínútu betra en eldra met. Liðið The Good, the Bad and the Ugli varð í öðru sæti og Bjartur Berg og félagar í þriðja.

Úrslit keppninnar má finna á timataka.net
Myndir úr keppninni eru á Flickr-síðu UÍA. Þær eru þar í fullri upplausn og afnot af þeim frjáls.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok